Þingfundum frestað

mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra frestaði fund­um Alþing­is um klukk­an 17. Sum­ar­hléið verður óvenjustutt líkt og kom fram í máli Ástu Ragn­heiðar Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta þings­ins. Fund­ir þing­nefnda hefjast 17. ág­úst og þing­fund­ir að nýju í upp­hafi sept­em­ber.

„Eig­in­legu vorþingi lauk miðviku­dag­inn 16. júní sl., nokk­urn veg­inn eins og end­ur­skoðuð starfs­áætl­un þings­ins sagði til um. Þó var ákveðið, m.a. til þess að vanda sér­stak­lega til laga­setn­ing­ar er varðar hag margra heim­ila í land­inu, að fresta síðustu umræðu um nokk­ur frum­vörp þar til í dag. Nú er þeim störf­um lokið. Öll von­um við að vel hafi til tek­ist og að létta megi þung­an róður margra fjöl­skyldna á þeim erfiðu tím­um sem nú ganga yfir.

Sum­ar­hléið verður óvenjustutt. Fund­ir þing­nefnda hefjast 17. ág­úst og þing­fund­ir að nýju í upp­hafi sept­em­ber. Ég vil leggja áherslu á að á nefnda­dög­um ljúki nefnd­irn­ar af­greiðslu þeirra mála sem til umræðu verða á sept­em­ber­f­und­un­um. Við meg­um ekki freist­ast til þess að ætla okk­ur of mikið þessa funda­daga í sept­em­ber, og höf­um í huga að nýtt þing er fram und­an, 1. októ­ber.

Sér­stakt álag er á þing­manna­nefnd sem kos­in var til að fjalla um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is og ef henni geng­ur vel við verk­efni sitt þarf hún for­gang í störf­um okk­ar, bæði í ág­úst og sept­em­ber,“ sagði Ásta.

Ávarpið í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert