Upplýstir um stöðu mála

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra upplýstu fulltrúa atvinnulífsins um stöðuna sem upp …
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra upplýstu fulltrúa atvinnulífsins um stöðuna sem upp er komin mbl.is/GSH

Fulltrúar atvinnulífsins voru boðaðir á upplýsingafund hjá forsætisráðherra síðdegis í dag þar sem þeim var gerð grein fyrir verstu mögulegu afleiðingum þess að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg af Hæstarétti.

Dregnar voru upp myndir af skástu og verstu stöðunni sem gæti komið upp í framhaldinu, byggðar á útreikningum og forsendum úr bráðabirgðasamantekt frá Fjármálaeftirlitinu og fleirum.

Viðstaddir fundinn voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnhags- og viðskiptaráðherra auk Gunnars Andersen, forstjóra FME og Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. 

Fulltrúar atvinnulífsins voru kallaðir til frá ASÍ, Samtökum atvinnulífsins, kennarasamtökunum, BHM og BSRB. Þá var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga einnig á fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert