Upplýstir um stöðu mála

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra upplýstu fulltrúa atvinnulífsins um stöðuna sem upp …
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra upplýstu fulltrúa atvinnulífsins um stöðuna sem upp er komin mbl.is/GSH

Full­trú­ar at­vinnu­lífs­ins voru boðaðir á upp­lýs­inga­fund hjá for­sæt­is­ráðherra síðdeg­is í dag þar sem þeim var gerð grein fyr­ir verstu mögu­legu af­leiðing­um þess að geng­is­tryggð lán voru dæmd ólög­leg af Hæsta­rétti.

Dregn­ar voru upp mynd­ir af skástu og verstu stöðunni sem gæti komið upp í fram­hald­inu, byggðar á út­reikn­ing­um og for­send­um úr bráðabirgðasam­an­tekt frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og fleir­um.

Viðstadd­ir fund­inn voru for­sæt­is­ráðherra, fjár­málaráðherra og efn­hags- og viðskiptaráðherra auk Gunn­ars And­er­sen, for­stjóra FME og Arn­órs Sig­hvats­son­ar, aðstoðarbanka­stjóra Seðlabank­ans. 

Full­trú­ar at­vinnu­lífs­ins voru kallaðir til frá ASÍ, Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, kenn­ara­sam­tök­un­um, BHM og BSRB. Þá var formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga einnig á fund­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert