Veðursældin mest fyrir norðan

Það verður væntanlega ekkert sólbaðsveður um helgina
Það verður væntanlega ekkert sólbaðsveður um helgina mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ef ferðamenn vilja vera þar sem veðrið er best þá ættu þeir að sækja Norðurland heim um helgina, samkvæmt veðurspá Veðurvaktarinnar fyrir helgina. Hins vegar verður veðrið alls staðar þokkalegt um helgina þannig að enginn staður sker sig úr hvað varðar veðrið næstu daga.

Föstudagur 25. júní:

Lægðarsvæði langt fyrir sunnan land, en gömul skil frá því koma nærri Suðurlandi. Hlýtt loft er yfir landinu og vindur austanstæður og fremur hægur víðast hvar eða 3-8 m/s. Með suðurströndinni verður fremur þungbúið og einhver rigning af og til.

Annars staðar verður skýjað með köflum eða bjart veður, e.t.v. háskýjað og fremur hlýtt í veðri, einkum til landsins. Hiti 12 til 18 stig um mest allt land, hlýjast inn til landsins norðvestan til og svalast með sjónum norðaustan til.

Laugardagur 26. júní:

Áframhaldandi austlæg eða breytileg átt á landinu og vindur yfirleitt hægur, en samt 5-10 m/s allra syðst á landinu. Skýjað að mestu um sunnan- og vestanvert landið og skúrir um tíma suðvestan- og vestanlands, en skýjað með köflum eða léttskýjað um allt norðan og austanvert landið.

Hiti verður yfirleitt 12-18 stig vestan- og norðantil á landinu, en einnig gæti orðið hlýtt inn til landsins austanlands. Heldur svalara verður með sjónum austanlands.

Sunnudagur 27. júní:

Þá hvessir heldur með suðausturströndinni og einnig allvíða norðvestanlands og má búast við norðaustan 8-13 m/s í þessum landshlutum þegar líður á daginn. Annars staðar verður áframhaldandi fremur róleg austlæg átt. Það kólnar lítið eitt, einkum um austanvert landið. Búast má við að það verði skýjað með köflum eða bjartviðri um mest allt land og yfirleitt þurrt, en þó gætu komið einhverjir dropar á stöku stað suðvestanlands og einnig suðaustanlands þegar líður á daginn.

föstudagur
föstudagur
laugardagur
laugardagur
sunnudagur
sunnudagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert