„Við viljum öll vera ákærð“

Sólveig Anna Jónsdóttir sem er ein þeirra sem er ákærð fyrir að ráðast á Alþingi segir það hlægilegt að forseti Alþingis láti eins og henni komi mál níumenninganna ekki við nú. Í umræðum á þingi hafi hún sagt níumenningana seka um ofbeldi og eignaspjöll.

Móðir hennar Ragnheiður Ásta Pétursdóttir afhenti forseta Alþingis undirskriftir 705 einstaklinga sem óska þess að verða ákærðir í málinu. Mbl sjónvarp ræddi við mótmælendurna að loknu afhendingu undirskriftanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert