AGS hefur áhyggjur af bönkunum

Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi.
Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Rax / Ragnar Axelsson

Full­trú­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hafa áhyggj­ur af af­drif­um nýju bank­anna, ef geng­is­trygg­ing krónu­lána dæm­ist al­mennt ólög­mæt og vext­irn­ir á þeim hald­ast óbreytt­ir.

„Þeir hafa auðvitað sett sig inn í þetta mál og hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því,“ seg­ir Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra. Hann seg­ir þó enga línu hafa komið frá AGS um viðbrögðin.

Gylfi kveðst ekki vita hvort þetta hafi áhrif á 3. end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar sjóðsins, en óháð því sé best að allri óvissu um lán­in verði eytt sem fyrst.

Nán­ar verður fjallað um þetta mál í Morg­un­blaðinu á morg­un.

Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Aðal­stöðvar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert