AGS hefur áhyggjur af bönkunum

Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi.
Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Rax / Ragnar Axelsson

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa áhyggjur af afdrifum nýju bankanna, ef gengistrygging krónulána dæmist almennt ólögmæt og vextirnir á þeim haldast óbreyttir.

„Þeir hafa auðvitað sett sig inn í þetta mál og hafa verulegar áhyggjur af því,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir þó enga línu hafa komið frá AGS um viðbrögðin.

Gylfi kveðst ekki vita hvort þetta hafi áhrif á 3. endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins, en óháð því sé best að allri óvissu um lánin verði eytt sem fyrst.

Nánar verður fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu á morgun.

Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert