Athugasemdir skipta hundruðum

Vatnajökull
Vatnajökull mbl.is/Rax

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillagna stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn rann út á miðnætti í gær. Í tillögunum koma meðal annars fram hugmyndir um bann við veiðum á hreindýrum, gæsum og rjúpum á ákveðnum svæðum.

Anna Kristín Ólafsdóttir, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir fjölda athugasemda hafa borist vegna tillagna stjórnarinnar. „Þetta eru um tíu athugasemdir efnislega en hundruð bréfa. Þetta er þannig mikið það sama efnislega og alveg örugglega margt samhljóða. Skotveiðimenn eru bara að senda fjöldapóst,“ segir Anna Kristín sem kveður stjórn þjóðgarðins ekki enn hafa farið yfir athugasemdirnar en það verði gert í næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert