Búist er við töluverðum átökum á landsfundi Sjálfstæðisflokks sem hefst í dag. Átökin muni snúast um tvennt: Evrópumál og styrki til handa einstökum þingmönnum.
Meðal þeirra ágreiningsmála sem geta risið er orðalag stjórnmálaályktunar flokksins um aðildarumsókn að ESB en andstæðingum aðildar innan Sjálfstæðisflokksins hefur fjölgað að undanförnu. Sennilegt er að ályktunin verði harðorð, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.