Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar sveitarfélaganna voru boðaðir á upplýsingafund í stjórnarráðinu í gær um mögulegar afleiðingar nýfallinna dóma Hæstaréttar um gengistryggingu lána.
„Við lýstum því sjónarmiði að fjármálafyrirtækin þyrftu að ákveða hvernig þau ætla að vinna úr þessu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
„Sama hvað er gert, þá verður látið reyna á allt fyrir dómstólum. Fjármálafyrirtækin komi með línuna, sem standist þá dóm og ríkisstjórnin bakki þau upp.“