Grunar að þurfi að hækka gjaldskrá

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Rax

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, segist gruna að hækkun á gjaldskrá Orkuveitunnar sé óumflýjanleg.

„Mig grunar að það þurfi að hækka gjaldskrána og það sé óumflýjanlegt. Mér sýnist allar forsendur benda til þess að það sé eitthvað sem verður að grípa til,“ segir Jón.

Jón kveðst hvorki vita hver gjaldskrárhækkunin verði né hvenær hún muni eiga sér stað.

Nánar í Morgunblaðinu. Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka