Ný stjórn tekin við OR

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Heiddi

Ný stjórn tók við á aðal­fundi Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) í dag. Har­ald­ur Flosi Tryggva­son er nýr stjórn­ar­formaður og auk hans skipa stjórn­ina þau Helga Jóns­dótt­ir, Aðal­steinn Leifs­son, Kjart­an Magnús­son, Sól­ey Tóm­as­dótt­ir og Hrönn Rík­h­arðsdótt­ir. For­stjóri OR er Hjör­leif­ur B. Kvar­an.

Áheyrn­ar­full­trúi Borg­ar­byggðar er Björn Bjarki Þor­steins­son.

Á fund­in­um lagði Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur fram megin­á­hersl­ur borg­ar­inn­ar í rekstri fyr­ritæk­is­ins, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá OR. Þær eru eft­ir­far­andi:

  1. Auðlind­ir verði nýtt­ar með þeim hætti að ekki sé gengið á framtíðarmögu­leika til nýt­ing­ar þeirra.
  2. All­ar ákv­arðanir um nýt­ingu auðlinda og nýt­ing­in sjálf ein­kenn­ist af ást og virðingu fyr­ir um­hverf­inu.
  3. Borg­ar­bú­ar njóti ör­uggr­ar þjón­ustu frá traust­um aðilum og geti gengið að upp­lýs­ing­um um störf og stöðu orku­fyr­ir­tækja í eigu borg­ar­inn­ar. 

„Þá sagði borg­ar­stjóri að vega­nesti borg­ar­yf­ir­valda til nýrr­ar stjórn­ar væri m.a. að skil­greina vænt­an­lega út­tekt á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins með það að mark­miði að skýra stöðu mála og draga fram þær áskor­an­ir og þá mögu­leika sem eru í stöðunni og ein­beita sér sér­staka­lega að fjár­mögn­un þess. Hann ræddi teng­ingu starf­semi OR við starf nýrr­ar orku- og auðlinda­nefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar og vill að fyr­ir­tækið leggi aukna áherslu á fjöl­breytni í orku­sölu til stór­not­enda. Borg­ar­stjóri sagði breyt­ing­arn­ar kalla á skýra for­ystu stjórn­ar OR og því muni nýr stjórn­ar­formaður fyrst um sinn sinna því verk­efni í fullu starfi.

Á fund­in­um samþykktu full­trú­ar eig­enda ein­róma að Har­ald­ur Flosi Tryggva­son verði tíma­bundið í fullu starfi og miðist heild­ar­kjör hans við kjör sviðsstjóra hjá Reykja­vík­ur­borg án fríðinda.

Á fund­in­um flutti Guðlaug­ur G. Sverris­son skýrslu frá­far­andi stjórn­ar. Í máli hans kom meðal ann­ars fram að ráðist hafi verið í um­fangs­mikl­ar aðhaldsaðgerðir inn­an OR á síðasta ári. Þær hafi skilað 320 millj­óna króna sparnaði á síðasta ári og var­an­leg­ur sparnaður verði enn meiri. Hann lagði einnig áherslu á mik­il­vægi þess að samstaða hafi verið í stjórn OR þegar ný heild­ar­stefna fyr­ir­tæk­is­ins var samþykkt í lok árs 2009. Þar hafi verið skerpt á um­hverf­isáhersl­um, lögð áhersla á aukna fjöl­breytni í raf­orku­sölu til stór­not­enda og síðast en ekki síst hafi rekstr­in­um verið sett skýr arðsem­is­mark­mið. Guðlaug­ur sagði mark­miðin kalla á gjald­skrár­breyt­ing­ar en það væri hans mat að hækk­an­ir eigi að vera í hóf­leg­ar og í áföng­um og koma til fram­kvæmda á fyr­ir­fram til­greind­um dög­um og ná yfir 3ja til 5 ára tíma­bil,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

OR er sam­eign­ar­fé­lag í eigu þriggja sveit­ar­fé­laga; Reykja­vík­ur­borg­ar (94%), Akra­nes­kaupstaðar (5%) og Borg­ar­byggðar (1%). Fram­kvæmda­stjór­ar sveit­ar­fé­lag­anna – borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík, bæj­ar­stjór­inn á Akra­nesi og sveit­ar­stjóri Borg­ar­byggðar – fara með at­kvæði þeirra á aðal­fundi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert