Of þungt högg á kerfið

mbl.is

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, telur að fjármálakerfi landsins muni vart þola áfallið ef allt fer á versta veg frá sjónarhóli lánveitenda hvað varðar gengistryggð lán í íslenskum krónum.

Kveður hann stjórnvöld eða Alþingi þurfa að bregðast við þeirri niðurstöðu Hæstaréttar að slík gengistrygging sé ólögmæt. Stjórnarandstaðan vill að málið fari í farveg réttarkerfisins og fyrir dóm.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallar eftir víðtækri samstöðu ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um það að eyða óvissu um hvernig skuli fara með lánin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur niðurstöðu Hæstaréttar áfellisdóm yfir fjármálakerfinu. Hann telur þó ekki að Alþingi eigi að hlutast til um málið.

Landsbankinn telur áhrif þess að upphaflegir samningsvextir gengistryggðra lána verði látnir standa ekki valda því að leggja þurfi til nýtt hlutafé. Íslandsbanki og Arion banki sendu einnig frá sér tilkynningar þess efnis að efnhagsreikningum þeirra yrði ekki stefnt í hættu ef samningsvextirnir standa. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka