Of þungt högg á kerfið

mbl.is

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, tel­ur að fjár­mála­kerfi lands­ins muni vart þola áfallið ef allt fer á versta veg frá sjón­ar­hóli lán­veit­enda hvað varðar geng­is­tryggð lán í ís­lensk­um krón­um.

Kveður hann stjórn­völd eða Alþingi þurfa að bregðast við þeirri niður­stöðu Hæsta­rétt­ar að slík geng­is­trygg­ing sé ólög­mæt. Stjórn­ar­andstaðan vill að málið fari í far­veg rétt­ar­kerf­is­ins og fyr­ir dóm.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra kall­ar eft­ir víðtækri sam­stöðu rík­is­stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu um það að eyða óvissu um hvernig skuli fara með lán­in. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, tel­ur niður­stöðu Hæsta­rétt­ar áfell­is­dóm yfir fjár­mála­kerf­inu. Hann tel­ur þó ekki að Alþingi eigi að hlutast til um málið.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka