Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segist skynja mikla óánægju með stærð landsbyggðarkjördæmanna. Honum finnst vel koma til greina að skipta kjördæmunum upp, fækka þingmönnum í hverju kjördæmi og auka áhrif kjósenda við val á einstökum frambjóðendum.
Þannig kemst á betra samband milli þingmannsins og kjósenda hans og þannig myndast það bakland sem hverjum þingmanni er nauðsynlegt til að vera sjálfstæður í störfum sínum og afstöðu.
Breytingar á íslenska kosningakerfinu þarf að gera að vel athuguðu máli. Að engu má flana. Kanna þarf alla möguleika vel og læra af reynslu annarra eftir því sem við getur átt.