Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir umboði landsfundagesta til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram. Hann leggi störf sín í dóm landsfundagesta og að hann vilji leiða flokkinn í því ástandi sem nú ríkir. Ekki þýði að skattleggja sig út úr kreppunni heldur þurfi þjóðin að vaxa út úr kreppunni.
Sjálfstæðismenn verði að snúa bökum saman og vinna allir sem einn. Hann er sannfærður um að árin 2009-2011 verði ár sem menn geti horft á með stolti.