Bjarni Benediktsson kjörinn formaður

Bjarni Benediktsson og Pétur H. Blöndal tókust í hendur uppi …
Bjarni Benediktsson og Pétur H. Blöndal tókust í hendur uppi á sviði eftir að niðurstöður í formannskjöri láu fyrir. mbl.is/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son var rétt í þessu end­ur­kjör­inn formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins með 62% greiddra at­kvæða á lands­fundi sem stend­ur yfir í Laug­ar­dals­höll. Greidd voru 925 at­kvæði og féllu 573 Bjarna í skaut, en 281 greiddu atvæði með Pétri H. Blön­dal. Auð at­kvæði voru 50.

„Við skul­um láta þenn­an dag verða vendipunkt í sögu Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ sagði Bjarni við dynj­andi lófa­tak viðstaddra.

Hann þakkaði Pétri Blön­dal fyr­ir „afar snarpa en drengi­lega kosn­inga­bar­áttu“ og sagði það ekki koma á óvart að þetta marg­ir skyldu treysta Pétri. Því næst kallaði hann Pét­ur upp á svið og við mik­inn fögnuð fund­ar­gesta.

Pét­ur óskaði Bjarna til ham­ingju með sig­ur í lýðræðis­legri kosn­ingu og sagði að það gleddi hann hve marg­ir studdu hann. „Ég mun standa þétt við bakið á Bjarni Bene­dikts­syni í störf­um hans.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert