Ekki fara bónleið til búðar til Brussel

Ólöf Nordal flytur framboðsræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun
Ólöf Nordal flytur framboðsræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólöf Nordal, alþingismaður, og frambjóðandi í  varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins, segir skilyrði fyrir aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru hafi aldrei verið verri en nú. Að sögn Ólafar hafi hún áður viljað kanna kosti og galla aðildar. Hún hafi hins vegar greitt atkvæði gegn aðildarviðræðum á Alþingi í fyrra.

Icesave-umræðan hafi gjörsamlega gengið fram af henni. Framganga Breta og Hollendinga, hvaða hindranir hafi verið settar fyrir Ísland hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fleiri stöðum.  Hún segir Íslendinga standa í miðri forinni og á sama tíma eigi að fara bónleið til búðar í Brussel. Slíkt er að hennar viti afar óskynsamlegt að hefja viðræður. Hún segir óþolandi að málefnum íslensku þjóðarinnar sé haldið með slíkri linkind og núverandi stjórnvöld geri.

Ólöf Nordal vísaði í orð Friðriks Sophussonar, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins árið 1979, er hún ávarpaði landsfundinn  í dag.

Hún óskaði eftir stuðningi flokksfélaga í varaformannsembættið. Hún segir að hún hafi tilfinningu því að með því að efla samstöðu flokksfélaga sé hægt að skapa breiðfylkingu sjálfstæðismanna. Hún segir að það þurfi að læra af því sem hafi orðið en það sé ekki grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins sem hafi borið ábyrgð. Ekki eigi að kvika frá þeirri ábyrgð.

Hún segir hlutverki landsfundagesta ljúki ekki með kosningu á framvarðarsveit flokksins. Ábyrgðin sé allra. 

Að sögn Ólafar hafi fáir ímyndað sér þegar Friðrik lét af embætti varaformanns árið 1979 að hann tæki við embættinu á ný átján mánuðum síðar og gegndi því starfi næstu átta árin. Þessi tími hafi verið mikið framfaraskeið á Íslandi undir forystu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. 

Hún segir að íslenska þjóðin hafi ekki enn náð áttum frá hruninu og enn séu að koma fregnir um það sem miður fór í fjármálakerfinu. Engan hafi órað fyrir þeirri klíkustarfsemi sem hafi ríkt þar. Þetta hafi gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins. Þetta séu hlutir sem þurfi að læra af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert