Ekki fara bónleið til búðar til Brussel

Ólöf Nordal flytur framboðsræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun
Ólöf Nordal flytur framboðsræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólöf Nor­dal, alþing­ismaður, og fram­bjóðandi í  vara­for­mann­sembætti Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir skil­yrði fyr­ir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku evru hafi aldrei verið verri en nú. Að sögn Ólaf­ar hafi hún áður viljað kanna kosti og galla aðild­ar. Hún hafi hins veg­ar greitt at­kvæði gegn aðild­ar­viðræðum á Alþingi í fyrra.

Ices­a­ve-umræðan hafi gjör­sam­lega gengið fram af henni. Fram­ganga Breta og Hol­lend­inga, hvaða hindr­an­ir hafi verið sett­ar fyr­ir Ísland hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og fleiri stöðum.  Hún seg­ir Íslend­inga standa í miðri for­inni og á sama tíma eigi að fara bón­leið til búðar í Brus­sel. Slíkt er að henn­ar viti afar óskyn­sam­legt að hefja viðræður. Hún seg­ir óþolandi að mál­efn­um ís­lensku þjóðar­inn­ar sé haldið með slíkri linkind og nú­ver­andi stjórn­völd geri.

Ólöf Nor­dal vísaði í orð Friðriks Soph­us­son­ar, fyrr­ver­andi vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins árið 1979, er hún ávarpaði lands­fund­inn  í dag.

Hún óskaði eft­ir stuðningi flokks­fé­laga í vara­for­mann­sembættið. Hún seg­ir að hún hafi til­finn­ingu því að með því að efla sam­stöðu flokks­fé­laga sé hægt að skapa breiðfylk­ingu sjálf­stæðismanna. Hún seg­ir að það þurfi að læra af því sem hafi orðið en það sé ekki grund­vall­ar­stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hafi borið ábyrgð. Ekki eigi að kvika frá þeirri ábyrgð.

Hún seg­ir hlut­verki lands­funda­gesta ljúki ekki með kosn­ingu á fram­varðarsveit flokks­ins. Ábyrgðin sé allra. 

Að sögn Ólaf­ar hafi fáir ímyndað sér þegar Friðrik lét af embætti vara­for­manns árið 1979 að hann tæki við embætt­inu á ný átján mánuðum síðar og gegndi því starfi næstu átta árin. Þessi tími hafi verið mikið fram­fara­skeið á Íslandi und­ir for­ystu Davíðs Odds­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á þeim tíma. 

Hún seg­ir að ís­lenska þjóðin hafi ekki enn náð átt­um frá hrun­inu og enn séu að koma fregn­ir um það sem miður fór í fjár­mála­kerf­inu. Eng­an hafi órað fyr­ir þeirri klík­u­starf­semi sem hafi ríkt þar. Þetta hafi gerst á vakt Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þetta séu hlut­ir sem þurfi að læra af.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert