Enn styrkja Hollendingar fátæka Íslendinga

Fjölskylduhjálp Íslands er til húsa að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík.
Fjölskylduhjálp Íslands er til húsa að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík.

Fjöl­skyldu­hjálp Íslands hef­ur fengið í þriðja skiptið styrk frá góðgerðarsam­tök­un­um Varda í Hollandi.  Hafa góðgerðarsam­tök­in Varda styrkt Fjöl­skyldu­hjálp Íslands á þessu og síðasta ári um 1,5 millj­ón króna.  Styrk­ur­inn var að þessu sinni þrjú þúsund evr­ur sem kem­ur sér ákaf­lega vel, að því er fram­kvæmda­stýri Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar, Ásgerður Flosa­dótt­ir seg­ir.

Á miðviku­dag, síðasta út­hlut­un­ar­dag Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands sóttu 520 fjöl­skyld­ur um mat­araðstoð hjá sam­tök­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert