FME skoðaði aldrei gengislánin

Fjármálaeftirlitið.
Fjármálaeftirlitið. mbl.is/Eyþór

Gengistryggð lán komu aldrei til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu frá því tekið var fyrir gengistryggingu íslensks lánsfjár með lögum og þar til dómar Hæstaréttar staðfestu í síðustu viku að slík trygging væri ólögmæt.

Þetta herma heimildir innan úr FME en ólögleg gengistrygging viðgekkst hér um átta ára skeið. Þrátt fyrir þetta voru og eru lög um eftirlitsskyldu FME ótvíræð og ákvæði vaxtalaga skýr um hvers konar verðtrygging er heimil.

Ónógar fjárveitingar, viðhorf þess tíma til afskipta stjórnvalda af viðskiptalífinu og skortur á forgangsröðun og áræði urðu til þess að eftirlitið náði ekki markmiði sínu. Óskýr mörk milli verksviða eftirlitsstofnana bættu heldur ekki úr skák.

Í raun treysti Fjármálaeftirlitið lögfræðingum bankanna, á sínum tíma, til þess að meta lögmæti gengistryggingarinnar án nokkurrar sjálfstæðrar skoðunar, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins um mál þessi í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka