Koma þessum draug frá

Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG í morgun.
Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi VG í morgun. mbl.is/Kristinn

 „Í Evr­ópu­mál­um skipt­ir máli að vinna stóra slag­inn komi til hans. Og  eins og vígstaðan blas­ir við núna tel ég að menn geti verið sæmi­lega sátt­ir í ljósi þess hve andstaðan er mik­il,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs.

Þetta kom fram í máli Stein­gríms á flokks­ráðsfundi VG í morg­un.  Þar mót­mælti Stein­grím­ur því að hann - eða nokk­ur ann­ar í þingliði flokks­ins - hefði greitt at­kvæði gegn sann­fær­ingu sinni eða sam­visku. Hvoru meg­in hryggj­ar sem þing­menn flokks­ins hefðu verið í Evr­ópu­mál­um, það er með eða á móti aðild­ar­um­sókn, hefði það í báðum til­vik­um verið sam­rýman­legt stefnu flokks­ins.

„Við áskyld­um okk­ur að það yrði í hönd­um Alþing­is að taka ákvörðun um stefn­una í Evr­ópu­mál­um. Og þá skipt­ir máli að rík­is­stjórn­in verði sú sem við vilj­um og að við setj­um málið niður til langs tíma.  Kom­um þess­um draug frá. Að það liggi fyr­ir efn­is­lega að Íslend­ing­ar hafi ekk­ert til ESB að sækja og málið sé ekki á dag­skrá næstu árin eða að þjóðin ákveði þetta sjálf og hafni í kosn­ing­um.“

Stein­grím­ur gerði stöðu líf­eyr­isþega og skuld­settra heim­ila að um­tals­efni.

„Við vil­um öll geta gert bet­ur en þetta snýst um hvað er viðráðan­legt,“ sagði Stein­grím­ur. Hann bendi á að til að rétta hlut þeirra sem verst væru á vegi stadd­ir og skulduðu mikið þá hefðu stjórn­völd til dæm­is hækkað vaxta­bæt­ur. Það væri úrræði sem gagnaðist mörg­um. Til að bæta stöðu rík­is­sjóðs þá hefði skatt­kerf­inu verið breytt. Tek­inn hefði verið upp þrepa­skipt­ur tekju­skatt­ur þar sem álögður á þá sem hafa laun und­ir 260 þúsund á mánuði hefðu verið létt­ar en skatt­byrði aft­ur verið auk­in á milli­tekju­hópa auk held­ur sem há­tekju­skatt­ur hefði verið tek­inn upp að nýju.

„Ég tel að við höf­um unnið þessa or­ystu í skatta­mál­um al­gjör­lega. Hún er í sam­ræmi við okk­ar póli­tík.“

Formaður VG gerði einnig að um­tals­efni hve aðstæður í ís­lensku sam­fé­lagi hefðu breyst mikið að und­an­förnu. Frá 1991 og einkum þó frá alda­mót­um – fram á hausið 2008 hefði fjár­magnið ráðið öllu og „keyrt yfir allt,“ eins og Stein­grím­ur komst að orði. Nú væru hins veg­ar breytt­ir tíma og nú réði ríkið yfir 70 til 80% af fjár­mála­kerf­inu með eign á bönk­um, spari­sjóðum, Íbúðalána­sjóði, Byggðastofn­un og fleiri stofn­un­um.  Nú snér­ist bar­átt­an hins veg­ar um fram­vind­una og hvort halda mætti í al­manna­eigu þess­um eig­um og að fé­lags­leg­ar áhersl­ur yrðu áfram ráðandi í fjár­mála­kerf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert