Mega ekki láta undan þrýstingi

Af flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.
Af flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Kristinn

Flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar samþykkti á fundi sín­um í dag tvær álykt­an­ir um fisk­veiðistjórn­un. Þess var krafðist að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG fram­fylgdi ákvæðum í  sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fisk­veiðar, þjóðar­eign á auðlind­um og mann­rétt­indi.

„Fund­ur­inn ít­rek­ar að far­in verði sú leið sem fram kem­ur í sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­unni og ekki verði látið und­an þrýst­ingi sér­hags­munaaðila,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Fund­ur­inn sagðist hafna hug­mynd­um um að nú­ver­andi hand­haf­ar fisk­veiðiheim­ilda fái sér­stök for­rétt­indi til áfram­hald­andi nýt­ing­ar kvót­ans næstu ár.

„Fund­ur­inn krefst til þess að ríkið fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar verði hinn eini sanni eig­andi fisk­veiðiauðlind­ar­inn­ar og sjái um að leigja auðlind­ina til þeirra sem vilja nýta hana á jafn­rétt­is­grund­velli og grund­velli mann­rétt­inda og fulls jafn­ræðis verði gætt gagn­vart at­vinnu­frelsi,“ seg­ir einnig í sömu álykt­un.

Þar að auki samþykkti flokks­ráðið álykt­un þess efn­is að til­laga til þings­álykt­un­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um framtíðar­skip­an ís­lenskra fisk­veiðistjórn­ar var lögð fram á Alþingi 31. mars s.l. yrði þegar í stað tek­inn til af­greiðslu á Alþingi.

„Flokks­stjórn­ar­fund­ur­inn tel­ur að með því að vísa þessu máli til þjóðar­inn­ar þá geti þjóðin beint milliliðalaust sagt sína skoðun og auðveldað stjórn­mála­mönn­um eft­ir­leik­inn,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert