Óþarfi að sundra flokksmönnum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Eyþór Árnason

Það var hart tek­ist á á lands­fundi Sjálf­stæðis­lokks­ins í dag, þegar mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins báru á góma. Mik­ill hiti var í saln­um þegar álykt­un um Evr­ópu­sam­bandið var rædd og gengu ósátt­ir lands­fund­ar­menn á dyr, þegar niðurstaða fund­ar­ins lá fyr­ir.

Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þingmaður og stjórn­ar­maður í sam­tök­un­um Sjálf­stæðir Evr­ópu­menn, er ósátt með niður­stöðu fund­ar­ins. „Það gef­ur auga leið að ég er langt frá því að vera sátt,“ seg­ir Ragn­heiður.

„Ég hefði talið að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þyrfti á öllu öðru að halda núna en að sundra fólki. Ég er ekki að ætl­ast til þess að fólk fari frek­ar á mína skoðun held­ur en ég á þeirra, en ég held að minn flokk­ur þurfi á ýmsu öðru að halda núna held­ur en sundr­ungu,“ seg­ir Ragn­heiður.

Hún seg­ir að niðurstaða fund­ar­ins sé langt frá því sem evr­óp­us­inn­ar inn­an flokks­ins hafi von­ast eft­ir. Niðurstaðan sé ekki einu sinni mála­miðlun. „Mála­miðlun er málámiðlun, þetta er ekki mála­miðlun. Þetta sem samþykkt er í dag, er víðs fjarri skoðunum okk­ar evr­óp­us­inna.“

Þingmaður­inn seg­ist hafa heyrt af því að evr­óp­us­innaðir sjálf­stæðis­menn hyggi á flótta úr flokkn­um. Sjálf kveðst hún þó ekki ætla gef­ast upp í bar­áttu sinni inn­an flokks­ins. „Á ná­kvæm­lega sama hátt eins og aðrir standa á sín­um skoðunum þá stönd­um við sem höf­um þessa skoðun á henni, það er al­veg ljóst.“

Í umræðum um stjórn­mála­álykt­un flokks­ins lagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður, til að lands­fund­ur samþykkti til­lögu þeirr­ar nefnd­ar sem unnið hafði að álykt­un­inni. Lands­fundi þóttu þau drög ekki nógu af­ger­andi mót­fall­in aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Ragn­heiður kveðst ánægð með til­raun Bjarna, sem hún seg­ir hafa verið til þess fall­in að sam­eina ósam­mála fylk­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert