Staða Dags B. Eggertssonar er talin hafa veikst í kjölfar slakrar útkomu Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum.
Ólafur Þ. Harðarson prófessor rýnir í niðurstöður kosninganna á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.
Samfylkingarmenn virðast telja að flokkurinn hafi aðeins „sloppið fyrir horn“ með því að ganga til samstarfs við Besta flokkinn. Eftir standi að útkoman hafi verið slök og umræðu og endurbóta sé þörf, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.