Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir mikið vatn runnið til sjávar úr Dýrafirði frá síðasta landsfundi. Segir hann að vissulega hafi Sjálfstæðisflokkinn borið ábyrgð að hluta á hruninu en líkt og í ljós hafi komið hafi fleiri borið ábyrgð. Jónmundur ávarpaði landsfund Sjálfstæðisflokksins við upphaf fundar í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn muni draga lærdóm af þessu og stefnt sé að breytingum á skipulagi og starfi flokksins.
Hann segir að tjónið hafi orðið meira en það hefði þurft að vera. Það megi rekja til vanefnda vinstri ríkisstjórnarinnar sem nú er við völd.
Jónmundur fór yfir niðurstöðu síðustu sveitarstjórnarkosninga og að útkoma Sjálfstæðisflokksins hafi verið góð. Félagar í flokknum hafi aldrei verið fleiri en nú og hafi fjölgað um 10 þúsund í flokknum frá árinu 2005.
Framkvæmdastjórinn hvatti félaga í Sjálfstæðisflokknum til dáða og segir að áður en langt um líður geti þeir litið með stolti um öxl.