Skorast ekki undan ábyrgð

Pétur Blöndal, alþingismaður
Pétur Blöndal, alþingismaður mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Pét­ur Blön­dal, alþing­ismaður, seg­ir að nokkr­ir hafi leitað til sín um að bjóða sig fram í embætti for­manns. Hann seg­ir það ábyrgð að bjóða sig fram en það sé líka ábyrgð að skor­ast und­an ábyrgð. Pét­ur til­kynnti í morg­un að hann ætlaði að bjóða sig fram í embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.   Fer kosn­ing for­manns fram klukk­an 13:30 í dag.

Hann seg­ist aldrei hafa beðið um stuðning þegar hann hafi tekið þátt í próf­kjör­um held­ur ein­ung­is boðið sig fram. Þetta sé ekki kapp­leik­ur held­ur lýðræði. Hann sé ekki að bjóða sig fram gegn Bjarna Bene­dikts­syni for­manni flokks­ins, held­ur með hon­um. Fólk eigi að geta kosið og lýðræði skaði ekki neinn.

Pét­ur fór yfir fyrri störf sín bæði á þingi og í at­vinnu­líf­inu. Hann seg­ir verðtrygg­ingu vera nauðvörn og á meðan ekki næst sátt um litla verðbólgu verði líf­eyr­is­sjóðir og spari­fjár­eig­end­ur að fá verðtrygg­ingu á fé sitt.

Pét­ur sagði frá því hvernig hann hafi varað við krosseigna­tengsl­um, stöðu spari­sjóða og bank­anna löngu fyr­ir hrun. Ekki hafi verið hlustað á viðvar­an­ir hans. Þær ekki einu sinni rædd­ar.

Pét­ur seg­ir að það skorti á fram­sýni, lausn­ir og lausn­ir á vanda.

Hann seg­ir að sjálf­sögðu verði að fara að dómi Hæsta­rétt­ar varðandi geng­is­tryggðu lán­in. Það sé hans vilji að Hæstirétt­ur felli þá dóma sem fella þurfi inn­an mánaðar þannig að bæði lán­veit­end­ur og lán­tak­end­ur viti hver staða þeirra er. Það þurfi að skýra ná­kvæm­lega hvað Hæstirétt­ur átti við og það þurfi að ger­ast hratt. 

Hugsa þurfi út fyr­ir kass­ann, að sögn Pét­urs þegar kem­ur að lausn­um varðandi fjár­mála­kerfið. Það þurfi að gefa þjóðinni von. Hvernig sjálf­stæðis­menn vilja sjá ís­lenskt þjóðfé­lag eft­ir 10 ár.

Hann tel­ur ekki rétt að ganga til aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið nú. Ekki sé rétt að fara inn á hnján­um og gegn­um hundal­úg­una. 

Í skatta­mál­um þurfi að stækka kök­una ,ekki vera upp­tek­in af því hvernig eigi að skipta henni, að sögn Pét­urs.

Pét­ur gerði skulda­stöðu landa að um­tals­efni í fram­boðsræðu sinni. Hann seg­ir að Ísland hafi alltaf verið skulda­meg­in - það séu þjóðir sem eigi eign­ir og vill að Íslend­ing­ar breyti um hugs­un­ar­gang og kom­ist eigna­meg­in. Sveita­fé­lög eigi ekki að safna skuld­um og fyr­ir­tæki eigi að vera með já­kvætt eigið fé. Heim­il­in séu byrjuð að leggja fyr­ir. Ef þetta verði að veru­leika þá þurfi ekki að ótt­ast kreppu. Ef Íslend­ing­ar vilji aðra mynt þá bara kaup­um við hana inn til lands­ins, seg­ir Pét­ur.

Hann seg­ir ógagn­sæi valda því að fólk treysti ekki. Íslenskt þjóðfé­lag þurfi traust, ís­lenska þjóðin þurfi á trausti að halda. Menn verði að geta treyst stjórn­mála­mönn­um.

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins byggi á orðunum: frelsi ábyrgð og um­hyggja. Pét­ur seg­ist vera mjög ánægður með þessi orð. Frelsi ein­stak­linga eigi að ráða. Það sé ekki hlut­verk stjórn­mála­manna að segja fólki hvað það eigi að gera. Fólk eigi að ráða því hvort það borði syk­ur eða fari í ljós.

Hugsa þurfi um um­hyggju. Það þurfi að hugsa um þá sem verði und­ir í líf­inu og byggja upp gott vel­ferðar­kerfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert