Tekist á um jafnrétti í Sjálfstæðisflokknum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Heiðar Kristjánsson

Hart var tek­ist á um jafn­rétt­is­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem samþykkt var í miðstjórn flokks­ins hinn 23. júní sl., á lands­fundi sem nú stend­ur yfir. Í pontu stigu sjö karl­ar og þrjár kon­ur, og fóru marg­ir mjög nei­kvæðum orðum um stefn­una.

Í stefn­unni er t.d. talað um að mark­mið flokks­ins sé að stuðla að jafnri stöðu kynj­anna og að við skip­an í nefnd­ir og ráð á veg­um flokks­ins skuli stefnt að „jöfn­um hlut kvenna og karla alls staðar þar sem því verður við komið.“ 

Hæfi­leik­ar ráði för, ekki kyn­ferði

Fyrst­ur tók til máls Kjart­an Vídó, sem gagn­rýndi harðlega jafn­rétt­is­stefn­una og sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn hljóta að leggja áherslu á að hæfi­leik­ar ráði för, en ekki kyn­ferði.

Viðar Freyr Guðmunds­son tók næst­ur til máls og sagðist lesa „kynja­kvóta“ út úr stefn­unni og bætti því við að eng­an af­slátt ætti að gefa á þá kröfu að fagþekk­ing væri lát­in ráða við skip­an í nefnd­ir og ráð. Sagði hann stefn­una al­gjöra rök­leysu.

Ólaf­ur Hann­es­son kallaði stefn­una bull, reif blaðið sem hún var rituð á, og sagði hana ekki sam­rýmast stefnu flokks­ins.

Einnig var gagn­rýnt að ekki skyldi minnst á t.d. ein­stak­linga með er­lent rík­is­fang í stefn­unni og var því haldið fram að ekki væri um jafn­rétt­is­stefnu, held­ur kynja­stefnu, að ræða.

Sagði eitt­hvað að í flokkn­um

Eft­ir að tölu­verð gagn­rýni hafði verið sett fram á stefn­una steig Ill­ugi Gunn­ars­son í pontu og hélt mikla ræðu þar sem hann sagði jafn­rétt­is­mál­in vera eitt mesta hags­muna­mál sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn standi frammi fyr­ir. „Það hef­ur valdið mér vax­andi heila­brot­um hvernig stend­ur á því að ... skipt­ing embætta á milli karla og kvenna hef­ur ekki lag­ast nógu hratt. Og það er al­vöru mál.“

Þá sagði hann að alls ekki væri verið að leggja fram kynja­kvóta, né falla frá þeirri kröfu að hver og einn ein­stak­ling­ur eigi að vera met­inn að verðleik­um, held­ur ein­mitt verið að fylgja þeirri kröfu eft­ir.

„Við hljót­um að horf­ast í augu við það, að það er eitt­hvað að í flokkn­um,“ sagði Ill­ugi um hina ójöfnu kynja­skip­inu í ráðum á nefnd­um á veg­um Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Ekki rót­tæk­ur femín­ismi

Erla Ósk Ásgeirs­dótt­ir benti á að flokk­ur­inn hafi ávalt verið á móti kynja­kvót­um og barðist gegn lög­um um kynja­kvóta í stjórn­um fyr­ir­tækja. Fagnaði hún stefn­unni sem væri í anda flokks­ins.

Tryggvi Þór Her­bergs­son, þingmaður, sagði stefn­una hóg­væra og sam­rýmast vel þeim mark­miðum sem flokk­ur­inn vildi stefna að. Ekki væri um að ræða rót­tæk­an femín­isma. „[Stefn­an] er akkúrat í anda Sjálf­stæðis­flokks­ins sem bygg­ir á frelsi ein­stak­lings­ins og því að ein­stak­ling­ur­inn eigi að fá að njóta sín.“

Breyt­ing­ar­til­laga samþykkt

Mjótt var á mun­un­um þegar kosið var um breyt­ing­ar­til­lögu Hall­gríms Viðars Arn­ars­son­ar. Var hún naum­lega samþykkt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert