Ekki hættur að leika

Jón Gnarr, borgarstjóri með Kristbjörgu Kjeld, borgarlistamanni Reykjavíkur í ár.
Jón Gnarr, borgarstjóri með Kristbjörgu Kjeld, borgarlistamanni Reykjavíkur í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gn­arr seg­ist ekki vera hætt­ur að leika. Borg­ar­stjóri tók við spurn­ing­um frá hlust­end­um í út­varps­viðtali fyr­ir stuttu. Einn hlust­andi bað Jón um að lofa sér að hætta ekki að stunda leik­list. Jón var fljót­ur að svara að hann væri alls ekki hætt­ur því - það þyrfti bara ein­hver að bjóða hon­um það.

Áður hef­ur komið fram að Jón bauðst til þess að leika sjálf­an sig í Ára­móta­s­kaupi Rík­is­sjón­varps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert