Fer að flæða yfir vegi í kvöld

Frá Skaftárhlaupi í síðustu viku
Frá Skaftárhlaupi í síðustu viku Mynd/Jónas Erlendsson

Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt og mun áin víða flæða yfir bakka sína, að sögn Snorra Zóphóníassonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlaupið mun sennilega ná hámarki á morgun og gæti flæðið farið í 14-1500 rúmmetra á sekúndu.

Snorri segir að þar sem hlaupið frá í síðustu viku hafi enn staðið yfir séu árfarvegurir nú þegar fullir og því öruggt að einhver flóð verði og að aur berist upp á gróið land.

„Nú hleypur úr stóra katlinum og þá mun flæða víða út fyrir farvegi. Það mun koma mikið vatn í Eldhraun, milli Kirkjubæjarklausturs og Ása.“

Þá segir Snorri að sennilega muni flæða yfir veginn inn í Eldgjá, ekki mjög skyndilega en vegurinn verði líklega ófær. „Ferðamenn sem eru staddir þarna innfrá gætu þurft að fara í gegnum Landmannalaugar til að komast til byggða,“ og bætir við að sennilega flæði yfir veginn strax í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert