Fullorðið fólk talar saman

Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu. Úr safni
Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu. Úr safni

Snærós Sindra­dótt­ir, formaður Ungra Vinstri-grænna á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir ræðuna sem hún hélt á flokks­ráðsfundi VG á föstu­dag hafa verið neyðarúr­ræði. „Það er meira en að segja það að standa upp á fundi og halda reiðilest­ur yfir fólki sem hef­ur 40 ára lengri reynslu en ég í póli­tík, og mörg­um finnst það ósvífið líka.“

„Það er skamm­ar­legt að horfa uppá full­orðið fólk ríf­ast eins og hund­ar og kett­ir án þess nokk­urn tím­ann að út­kljá sín ágrein­ings­efni við hvert annað per­sónu­lega,“ sagði Snærós m.a. í ræðunni.

Hún seg­ir ræðuna hafa verið flutta af ein­lægni en hún hafi lengi reynt að koma þeim skila­boðum til flokks­fé­laga sinna að þeir þyrftu að temja sér betri sam­skipta­máta.

„Ég hef sent pósta og haldið pepp-ræður og reynt að segja fólki að tala sam­an og vera vin­ir, það séu all­ir jafn­ir. En þótt það þurfi tvo til að deila þá finnst mér t.d. Lilja Móses­dótt­ir, Ögmund­ur Jónas­son og jafn­vel fleiri ganga of harka­lega fram í deil­um og oft ekki á sann­gjarn­an hátt.“

Í ræðu sinni gagn­rýndi Snærós ákveðinn hóp í flokkn­um sem bæri ágrein­ing milli flokks­fé­laga á torg í fjöl­miðlum og á In­ter­net­inu, ekki síst með hálf­kveðnum vís­um á Fés­bók­inni. 

„Það er óheiðarlegt að gefa í skyn á fés­bók­inni, ver­andi með hátt í tvöþúsund vini, að hinn og þessi hafi ekki verið nógu góður við sig og leyfa svo öll­um vin­un­um að geta í eyðurn­ar.“

Aðspurð hvort sundr­ung sé í flokkn­um seg­ir Snærós flokksmeðlimi sam­mála um mál­efni og stefnu VG, en marg­ir séu óánægðir með hvernig hlut­irn­ir hafi þró­ast og eigi erfitt með að kyngja því að í sam­steypu­stjórn þurfi að gera mála­miðlan­ir.

„Ég, per­sónu­lega, er ekki ein af þeim, ég geri mér grein fyr­ir að það þurfi að gera mála­miðlan­ir. Mér finnst þær ekki þægi­leg­ar en svona er lífið og svona hag­ar full­orðið fólk sér, það kann að tala sam­an,“ seg­ir Snærós sem er 18 ára að aldri.

Hún seg­ir ræðuna hafa komið frá eig­in brjósti og hafi ekki verið að tala fyr­ir hönd UVG á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert