Hafnaði sofandi úti í á

Bíll hafnaði í ánni Bresti í Álftaveri þegar ökumaður sofnaði …
Bíll hafnaði í ánni Bresti í Álftaveri þegar ökumaður sofnaði undir stýri mbl.is/Ómar Óskarsson

Talið er að ökumaður fólks­bíls sem hafnaði úti í ánni Bresti í Álfta­veri nú síðdeg­is hafi sofnað und­ir stýri með fyrr­greind­um af­leiðing­um. Bíll­inn, sem er fólks­bíll, stakkst út í miðja á en mann­in­um tókst að klifra upp á þak bíls­ins þaðan sem hon­um var bjargað.

Bíll­inn var á aust­ur­leið eft­ir þjóðvegi 1 og virðist hafa sveigt stjórn­laust út af veg­in­um við brúna og hafnað í vatn­inu.

Aðvíf­andi veg­far­end­ur aðstoðuðu öku­mann­inn í land en hann slapp al­veg ómeidd­ur og fékk að fara til síns heima eft­ir skoðun lækn­is sem kom með sjúkra­bíl á staðinn.

Björg­un­ar­sveit­ir í Álfta­veri, Skaft­ár­tungu og frá Kirkju­bæj­arklaustri voru kallaðar út og drógu bíl­inn á þurrt.

Eins og sjá má var bíllinn nær sokkinn áður en …
Eins og sjá má var bíll­inn nær sokk­inn áður en björg­un­ar­sveit­ir hófu aðgerðir mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert