Hafnaði sofandi úti í á

Bíll hafnaði í ánni Bresti í Álftaveri þegar ökumaður sofnaði …
Bíll hafnaði í ánni Bresti í Álftaveri þegar ökumaður sofnaði undir stýri mbl.is/Ómar Óskarsson

Talið er að ökumaður fólksbíls sem hafnaði úti í ánni Bresti í Álftaveri nú síðdegis hafi sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn, sem er fólksbíll, stakkst út í miðja á en manninum tókst að klifra upp á þak bílsins þaðan sem honum var bjargað.

Bíllinn var á austurleið eftir þjóðvegi 1 og virðist hafa sveigt stjórnlaust út af veginum við brúna og hafnað í vatninu.

Aðvífandi vegfarendur aðstoðuðu ökumanninn í land en hann slapp alveg ómeiddur og fékk að fara til síns heima eftir skoðun læknis sem kom með sjúkrabíl á staðinn.

Björgunarsveitir í Álftaveri, Skaftártungu og frá Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út og drógu bílinn á þurrt.

Eins og sjá má var bíllinn nær sokkinn áður en …
Eins og sjá má var bíllinn nær sokkinn áður en björgunarsveitir hófu aðgerðir mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert