Líðan góð eftir svifdrekaslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Spákonufell eftir að svifdreki …
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Spákonufell eftir að svifdreki hans hrapaði þar Kristján Blöndal

Að sögn vakthafandi læknis á Landspítala-háskólasjúkrahúsi er líðan mannsins sem lenti í svifdrekaslysi í morgun góð og hefur hann verið lagður inn á almenna deild. Hann gekkst undir aðgerð í dag vegna opins beinbrots á fótlegg.

Maðurinn brotlenti svifdreka í Spákonufelli við Skagaströnd í morgun. Hann gat hringt sjálfur eftir aðstoð og var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar en einu meiðsl hans voru opið beinbrot á vinstri ökkla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert