Ók á 196 km hraða í Ártúnsbrekku

Um hálf tvö í nótt var öku­tæki mælt á 196km/​klst í Ártúns­brekku þar sem há­marks­hraði er  80km/​klst.  Ökumaður­inn var svipt­ur öku­rétt­ind­um á staðnum, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. Nokk­ur er­ill var hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt og voru 126 verk­efni skráð í dag­bók henn­ar sem er vel yfir meðallagi.

Ökumaður­inn ók ekki und­ir áhrif­um vímu­efna. Hann var um­svifa­laust svipt­ur öku­rétt­ind­um á staðnum. Ökumaður­inn er að sögn lög­reglu ung­ur að árum, eða rétt und­ir tví­tugu. 

Lög­regla var við eft­ir­lit gegn ölv­unar­akstri á Kringlu­mýr­ar­braut í nótt og voru 100 öku­tæki stöðvuð. Fjór­ir öku­menn voru ölvaðir.  Um var að ræða sam­starfs­verk­efni nokk­urra svæðis­stöðva á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þrír af þess­um öku­mönn­um voru svipt­ir öku­rétt­ind­um til bráðabirgða.  Sá fjórði reyndi að stinga lög­reglu af en þegar hann varð var við veg­ar­tálma lög­reglu. Þá tók hann á það ráð að aka á  móti um­ferð að Bú­staðavegi frá Kringlu­mýr­ar­braut.  Ökumaður var hand­tek­inn stuttu síðar og gist­ir nú fanga­geymsl­ur þar til hann verður yf­ir­heyrður vegna máls­ins.

Loks var sá fimmti hand­tek­inn í Grafar­vogi en sá hafði orðið vald­ur að um­ferðaró­happi.
 
Um klukk­an 05:00 var ökumaður hand­tek­inn í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur en hann var und­ir áhrif­um fíkni­efna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert