AGS boðar blaðamenn á fund

Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi.
Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. mbl.is/Rax

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hefur boðað blaðamenn á fund klukkan 13 í dag. Á fundinum kynna Mark Flanagan (yfirmaður sendinefndarinnar) og Franek Rozwadowski (sendifulltrúi sjóðsins á Íslandi) vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna en sendinefndin hefur verið hér á landi undanfarið í tengslum við þriðju endurskoðun láns AGS til Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert