Áhrif Vigdísar á umheiminn

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands 29. júní 1980
Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands 29. júní 1980 Árni Sæberg

Í tilefni þess að á morgun verða liðin 30 ár frá því Íslendingar kusu konu sem forseta, fyrstir þjóða, efna Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum til hátíðarfundar þar sem þessara tímamóta verður minnst.

Þar verður velt upp spurningunni um hvaða áhrif kjörið hafði á umheiminn.

Laura Liswood, framkvæmdastjóri Council of Women World Leaders, mun halda fyrirlestur um kjör Vigdísar og þýðingu þess fyrir jafnréttisbaráttu kvenna víðs vegar um heim.

Yfirskrift fyrirlestrar Lauru er „The Power of the Mirror”, eða „Vald spegilsins“.

Hátíðarfundurinn er öllum opinn og fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Hann hefst klukkan 12 og verður Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fundarstóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert