Hvalur 8 er á leið til hafnar í hvalstöðina í Hvalfirði með tvær langreyðar. Þær náðust í kvöld suður af landinu. Áætluð heimkoma er um klukkan 15 á morgun.
Skipverjar á Hvali 9 skutu þá eina langreyði í kvöld og verða á veiðum áfram í nótt. Ekki fengust upplýsingar um stærð eða áætlaðan aldur.
Starfsmaður sem Morgunblaðið ræddi við í kvöld sagði fregnir af góðri veiði hvalbátanna hafa kveikt í mannskapnum og að mikil tilhlökkun ríkti fyrir komu fyrstu hvalanna.