Þeir sem eru með gengistryggð lán geta nú reiknað út sér að kostnaðarlausu hver staða lánanna er í kjölfar dóma Hæstaréttar, sem hefur dæmt lánin ólögmæt. Sparnaður ehf. hefur smíðað reiknivél þar sem fólk getur áttað sig betur á stöðunni.
„Tilgangur reiknivélarinnar er að auðvelda fólki að átta sig á áhrifum þessara mismunandi viðhorfa á lánin sín svo að það geti tekið yfirvegaða og upplýsta afstöðu til umræðunnar og hvernig skynsamlegast sé að bregðast við,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Þá segir að forsendur sem reiknivélin bjóði upp á að bornar séu saman séu: