Hvalbátarnir stefna á miðin og vertíðin er að hefjast

Hvalbátur siglir úr höfn í gærkvöldi.
Hvalbátur siglir úr höfn í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hvalvertíðin er að hefjast og í gærkvöldi sigldu Hvalur 8 og 9 á miðin, sem eru suður og vestur af landinu, frá Reykjanesi að Snæfellsnesi.

Nokkur hópur manna var kominn á kajann til að fylgjast með því þegar bátarnir lögðu frá landi enda fylgir þessari sjósókn jafnan stemning og dulúð. Heimilt er á þessari vertíð að veiða alls 150 langreyðar auk þess sem Hvalur hf. á 25 dýr inni af kvóta síðasta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert