Kreppunni lokið segir AGS

00:00
00:00

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn tel­ur stöðug­leika ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins ekki ógnað vegna dóms Hæsta­rétt­ar um gjald­eyr­is­tryggð lán, enda tryggi ríkið inni­stæður. Hins veg­ar hef­ur dóm­ur­inn tölu­verð áhrif á op­in­ber fjár­mál, hversu hratt verður hægt að aflétta gjald­eyr­is­höft­um og veld­ur óvissu fyr­ir bank­ana.

Þetta kom fram á blaðamann­fundi full­trúa AGS á Kjar­vals­stöðum sem lauk fyr­ir skömmu. Mark Flanag­an, yf­ir­maður sendi­nefnd­ar AGS á Íslandi, og Fra­nek Rozwadowski, sendi­full­trúi sjóðsins á Íslandi, sátu þar fyr­ir svör­um.

Það kom AGS á óvart hversu mörg­um spurn­ing­um dóm­ur Hæsta­rétt­ar skildi eft­ir ósvarað. Hins veg­ar kom ekki á óvart að geng­is­tryggðu lán­in skyldu vera úr­sk­urðuð ólög­mæt. Full­trú­ar AGS sögðu það vera dóm­stóla að greiða úr óviss­unni, t.d. varðandi hvaða vexti hin ólög­mætu lán skuli bera. Það hvaða vext­ir verða fyr­ir val­inu hafi áhrif á hversu  stórt höggið verður fyr­ir bank­ana, en hef­ur þó ekki úr­slita­áhrif á fjár­mála­stöðug­leik­ann hér á landi.

Á fund­in­um kom fram að krepp­unni á Íslandi sé „tækni­lega séð“ lokið, þótt al­menn­ing­ur finni ekki endi­lega fyr­ir því. Miðar sjóður­inn þar við að hag­kerfið hef­ur vaxið í tvo árs­fjórðunga. Hins veg­ar er enn um­tals­verð áhætta í fjár­mála­kerf­inu.

Full­trú­ar AGS á Íslandi fagna lög­um um aðstoð við fjöl­skyld­ur í skulda­vanda sem samþykkt voru í síðustu viku. Hraða þurfi end­ur­skipu­lagn­ingu skulda heim­ila og fyr­ir­tækja til að styðja við efna­hags­bat­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert