Skora á stjórnvöld að frysta eignir fjármálafyrirtækja

mbl.is

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna skora á stjórn­völd að frysta taf­ar­laust næg­ar eign­ir og fé í eigu fjár­mála­stofn­ana til að standa und­ir skaðabóta­ábyrgð sem fyr­ir­tæk­in kunna að hafa skapað sér í tengsl­um við nauðung­ar­söl­ur byggðar á geng­is­tryggðum neyt­endalán­um (hús­næðislán og bíla­lán). Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem sam­tök­in hafa sent frá sér.

„Stjórn­völd þurfa einnig að taka til greina að lána­samn­ing­ar byggðir á verðtrygg­ingu kunna að vera í sömu stöðu í ljósi for­sendu­brests sem hlot­ist hef­ur af markaðsmis­notk­un fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Á næstu vik­um munu bíla­lána­fyr­ir­tæk­in gefa okk­ur forsmekk­inn að því hvernig bank­arn­ir munu bregðast við (þau eru að mestu í eigu bank­anna). Hags­muna­sam­tök heim­il­anna telja í ljósi sög­unn­ar, nokkr­ar lík­ur á að bíla­lána­fyr­ir­tæk­in verði sett í gjaldþrotameðferð til þess eins að þurfa ekki að end­ur­greiða að fullu til viðskipta­vina, of­reiknaða vexti auk ólög­mætra verðbreyt­inga. Stjórn­völd þurfa að sjá við slík­um gjörn­ing­um og hugs­an­lega setja bráðabirgðalög til höfuðs und­an­brögðum. Í húfi kunna að vera bæði vörslu­skatt­ar og end­ur­greiðslur til viðskipta­vina þess­ara fyr­ir­tækja.

Jafn­framt krefjast sam­tök­in þess að öll­um nauðung­ar­söl­um á heim­il­um verði frestað þar til lán­veit­end­ur geng­is­tryggðra lána hafa viður­kennt lög­brot sín við út­gáfu geng­is­tryggðra lána­samn­inga og fært inn­heimtu þeirra úr sjálf­sköpuðum jarðvegi laga­legr­ar óvissu. Það er ólíðandi að fólk missi heim­ili sín á grund­velli lög­brots lán­veit­enda. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna ít­reka að bar­átt­an fyr­ir leiðrétt­ingu verðtryggðra lána stend­ur enn yfir og niðurstaða Hæsta­rétt­ar um ólög­mæti geng­is­trygg­ing­ar breyt­ir þar engu um," seg­ir í til­kynn­ingu frá Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert