Þrír ákærðir í Exeter-málinu

Styrmir Þór Bragason.
Styrmir Þór Bragason.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur gefið út ákær­ur á hend­ur þrem­ur mönn­um fyr­ir umboðssvik. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is eru hinir ákærðu Jón Þor­steinn Jóns­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Byrs og Ragn­ar Zoph­on­ías Guðjóns­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri. Þá er Styrm­ir Þór Braga­son, fyrr­ver­andi for­stjóri MP banka, ákærður fyr­ir hlut­deild í broti þeirra Jóns og Ragn­ars.

Mál­in tengj­ast lán­veit­ing­um Byrs spari­sjóðs til Ex­eter Hold­ing og eru ákær­urn­ar þær fyrstu sem embætti sér­staks sak­sókn­ara gef­ur út. 

Að sögn Ólafs Þórs Hauks­son­ar, sér­staks sak­sókn­ara, eru rann­sókn­ir á þónokkr­um mál­um í gangi og sum­ar komn­ar lengra á veg en önn­ur. Þó geti hann ekki sagt til um hvenær næst megi bú­ast við tíðind­um hjá embætt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert