Þrír sigrar á EM í brids

Þorlákur Jónsson, einn íslensku landsliðsmannanna, við spilaborðið í Belgíu.
Þorlákur Jónsson, einn íslensku landsliðsmannanna, við spilaborðið í Belgíu.

Íslenska bridslandsliðið vann alla leiki sína þrjá á Evrópumótinu, sem nú stendur yfir í Oostende í Belgíu. Ísland vann fyrst Finnland, 19:11, þá Króatíu, 20:10 og loks Litháen, 23:7.

Ísland er efst í A-riðli með stig 317 stig. Ítalar hafa 308 stig og Frakkar 287.  Í B-riðli eru Svíar efstir með 309 stig, Pólverjar hafa 297 stig og Ísraelsmenn 290. 

Riðlakeppninni lýkur á morgun með þremur leikjum en þá spilar Ísland við Tyrkland, Serbíu og Líbanon. Níu efstu sveitirnar úr hvorum riðli halda áfram í úrslitakeppni þar sem liðin taka með sér stigin úr leikjunum við þau lið sem komast áfram og spila við sveitirnar úr hinum riðlinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert