Þrír sigrar á EM í brids

Þorlákur Jónsson, einn íslensku landsliðsmannanna, við spilaborðið í Belgíu.
Þorlákur Jónsson, einn íslensku landsliðsmannanna, við spilaborðið í Belgíu.

Íslenska brids­lands­liðið vann alla leiki sína þrjá á Evr­ópu­mót­inu, sem nú stend­ur yfir í Oost­ende í Belg­íu. Ísland vann fyrst Finn­land, 19:11, þá Króa­tíu, 20:10 og loks Lit­há­en, 23:7.

Ísland er efst í A-riðli með stig 317 stig. Ítal­ar hafa 308 stig og Frakk­ar 287.  Í B-riðli eru Sví­ar efst­ir með 309 stig, Pól­verj­ar hafa 297 stig og Ísra­els­menn 290. 

Riðlakeppn­inni lýk­ur á morg­un með þrem­ur leikj­um en þá spil­ar Ísland við Tyrk­land, Serbíu og Líb­anon. Níu efstu sveit­irn­ar úr hvor­um riðli halda áfram í úr­slita­keppni þar sem liðin taka með sér stig­in úr leikj­un­um við þau lið sem kom­ast áfram og spila við sveit­irn­ar úr hinum riðlin­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert