Íslenska bridslandsliðið vann alla leiki sína þrjá á Evrópumótinu, sem nú stendur yfir í Oostende í Belgíu. Ísland vann fyrst Finnland, 19:11, þá Króatíu, 20:10 og loks Litháen, 23:7.
Ísland er efst í A-riðli með stig 317 stig. Ítalar hafa 308 stig og Frakkar 287. Í B-riðli eru Svíar efstir með 309 stig, Pólverjar hafa 297 stig og Ísraelsmenn 290.
Riðlakeppninni lýkur á morgun með þremur leikjum en þá spilar Ísland við Tyrkland, Serbíu og Líbanon. Níu efstu sveitirnar úr hvorum riðli halda áfram í úrslitakeppni þar sem liðin taka með sér stigin úr leikjunum við þau lið sem komast áfram og spila við sveitirnar úr hinum riðlinum.