Íbúasamtök á Fáskrúðsfirði boðuðu nýlega til fundar í skólamiðstöðinni. Farið var yfir þær hugmyndir sem uppi hafa verið um endurbyggingu Franska spítalans sem reistur var á Fáskrúðsfirði um 1900 en rifinn 1939 og fluttur í Hafnarnes við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð.
Kostnaður við verkið er talinn geta numið um 450 milljónum króna, en gert er ráð fyrir að stór hluti fjármagnsins fáist frá Frakklandi, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.Gert er ráð fyrir að staðsetja húsið gegnt gamla læknishúsinu sem Frakkar byggðu 1907 á Fáskrúðsfirði. Stæði það alveg við sjóinn og er gert ráð fyrir bryggju út frá húsinu. Hægt verði að koma að því frá sjó. Gert er ráð fyrir að nýting þess verði hótelrekstur og veitingahús.