Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segist sjálfur aldrei hafa séð svona mikið vatn í Skaftá en hann flaug yfir svæðið í gær. Hann segir hlaupið koma frá tveimur stöðum undan jöklinum. Hann telur að flóðið muni valda einhverjum skemmdum en þó óverulegum.
Oddur var á leið yfir svæðið á ný um það leiti sem Mbl sjónvarp náði í hann í morgun.