Bæði tekjur og gjöld minni en áætlað var

Þorkell Þorkelsson

Á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins 2010 urðu tekj­ur ríks­ins um 2 millj­örðum krón­um minni en áætlað var og gjöld­in 7 millj­örðum króna minni. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar um fram­kvæmd fjár­laga.

Heild­ar­gjöld A-hluta rík­is­sjóðs árið 2009 voru sam­kvæmt skýrsl­unni 12 millj­örðum króna inn­an fjár­heim­ilda eða sam­tals 579 millj­arðar króna. Megi m.a. rekja það til þess að kostnaður við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins hafi reynst minni en áætlað var.

Bent er á að þótt gjöld hafi verið inn­an fjár­heim­ilda hafi þau engu að síður verið 23 ma.kr. um­fram fjár­lög árs­ins. Þar voru veitt­ar heim­ild­ir til gjalda upp á 556 ma.kr. en með fjár­auka­lög­um bætt­ust við 13 ma.kr. og fjár­heim­ild­ir flutt­ar frá fyrra ári námu 22 ma.kr. Í heild námu fjár­heim­ild­ir árs­ins því 591 ma.kr.

Fram kem­ur að áform um tekju­öfl­un rík­is­ins á ár­inu 2009 hafi gengið eft­ir og gott bet­ur. Í fjár­lög­um árs­ins hafi verið gert ráð fyr­ir að tekj­ur A-hluta rík­is­sjóðs yrðu 402 ma.kr. Með fjár­auka­lög­um hafi sú áætl­un hækkað í 417 ma.kr. Í reynd hafi tekj­urn­ar hins veg­ar orðið mun hærri eða 439 ma.kr. og megi einkum rekja það til skatta­hækk­ana sem ákveðnar voru um mitt ár.

 Á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins 2010 urðu tekj­ur ríks­ins um 2 millj­örðum krón­um minni en áætlað var og gjöld­in 7 millj­örðum króna minni. Það tókst því að halda rekstri rík­is­sjóðs inn­an fjár­heim­ilda á tíma­bil­inu.

 Í skýrsl­unni er fjallað um stofn­an­ir sem glímt hafa við rekstr­ar­vanda. Færri stofn­an­ir voru með veru­leg­an upp­safnaðan halla í árs­lok 2009 en á sama tíma und­an­far­in ár. Í árs­lok 2009 var 21 stofn­un með upp­safnaðan halla um­fram 4% af fjár­heim­ild árs­ins en und­an­far­in ár hef­ur fjöld­inn verið á bil­inu 50–70. Af þess­ari 21 voru 16 rekn­ar um­fram heim­ild­ir á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins 2010. Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur áríðandi að tekið verði á rekstr­ar­vanda stofn­ana í eitt skipti fyr­ir öll.

Dæmi eru um að stofn­an­ir skili ekki rekstr­aráætl­un­um til ráðuneyt­anna á til­sett­um tíma. Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að í slík­um til­vik­um eigi viðkom­andi ráðuneyti að láta gera áætl­un og leggja fyr­ir for­stöðumann að fylgja henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert