Fyrirtaka í máli níumenninganna

Hópur fólks beið fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun
Hópur fólks beið fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyr­ir­taka í máli níu­menn­ing­anna sem eru ákærðir fyr­ir eru fyr­ir brot gegn Alþingi, brot gegn vald­stjórn­inni, al­mannafriði og alls­herj­ar­reglu vegna at­b­urða í des­em­ber 2008, hófst klukk­an 8:30 í morg­un. Nokk­ur fjöldi fólks var við Héraðsdóm Reykja­vík­ur en ein­ung­is hluta hóps­ins var hleypt inn í rétt­ar­sal­inn.

Meðal þeirra sem ekki fengu að fara inn í sal­inn, sal 101 sem er stærsti sal­ur­inn í héraðsdómi, var ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins. Hann seg­ir að nokk­ur hóp­ur bíði fyr­ir utan en sam­kvæmt dag­skrá dóm­stóls­ins er áætlað að fyr­ir­tak­an taki þrjá­tíu mín­út­ur.

Lára V. Júlí­us­dótt­ir, er sett­ur rík­is­sak­sókn­ari í mál­inu. Málið var þing­fest 21. janú­ar en ákæra aft­ur­kölluð þegar í ljós kom að þing­vörður sem krafðist skaðabóta í mál­inu er hálf­syst­ir eig­in­konu rík­is­sak­sókn­ara. Taldi rík­is­sak­sókn­ari sig því van­hæf­an til meðferðar máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert