Íslendingar byrja í 2. sæti í úrslitum

Íslendingar hefja keppni í úrslitum á Evrópumótinu í brids í 2. sæti með einu stigi minna en Ítalar. Liðin taka með sér þau stig úr riðlakeppninni, sem þau fengu gegn hinum liðunum sem komust í úrslitin úr sama riðli.

Þrjú lið urðu jöfn í 9-11. sæti í A-riðli: Ungverjaland, Lettland og Wales en eftir mikla útreikninga varð ljóst að Lettar kæmust áfram í úrslitakeppnina.  

Staðan í upphafi úrslitakeppninnar, sem hefst um hádegisbil á morgun, er þessi:

  1. Ítalía 148
  2. Ísland 147
  3. Ísrael 143
  4. Svíþjóð 142
  5. Frakkland 140
  6. Rússland 130
  7. Pólland 127
  8. Búlgaría 121,5
  9. Tyrkland 118
  10. Holland 115
  11. England 111 
  12. Sviss 109
  13. Eistland 102
  14. Noregur 102
  15. Danmörk 101
  16. Portúgal  100
  17. Þýskaland 97,5
  18. Lettland 96.

Íslendingar spila við Dani og Hollendinga á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert