Stofnfundur Íslandsstofu var haldinn í sjóminjasafninu Víkinni í dag en Alþingi samþykkti í lok aprílmánaðar lög um stofnunina. Markmið með Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.
Á vettvangi Íslandsstofu sameinast starfsemi Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu. Íslandsstofa verður þó annað og meira en einföld samlagning þeirrar starfsemi sem þegar er fyrir hendi, því henni er ætlað víðtækara starf sem snýr m.a. að því að styrkja ímynd og orðspor Íslands og styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis.
Á stofnfundinum voru undirritaðir viljayfirlýsingar um samstarf við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), Samtök tölvuleikjaframleiðenda og Markaðsnefnd uppruna- merkis í sjávarútvegi. Sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við það tækifæri að samningarnir endurspegluðu nýjar áherslur í atvinnulífinu og undirstrikuðu það verkefni Íslandsstofu að greiða fyrir viðskiptum.
Nánar á vef utanríkisráðuneytisins.