Óvenjulegt skotvopn

Það er eflaust ekki gott að fá appelsínu í sig …
Það er eflaust ekki gott að fá appelsínu í sig af fullum krafti. mbl.is/Golli

Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum barst í vikunni tilkynning um notkun óvenjulegs skotvopns á bæ einum í héraðinu. Þar höfðu ungir piltar útbúið sér skotvopn þar sem appelsínum var skotið langar leiðir úr plaströri. Skessuhorn greinir frá þessu.

Þar segir að skotvopnið byggi á þekktri aðferð þar sem tiltekið gas sé notað til að skjóta kúlunni með, sem að þessu sinni hafi verið ávextir í ómældu magni.

Að sögn lögreglu var ekki mikið af skotföngum á staðnum en skotvopnið gert upptækt á grundvelli skotvopnalaga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert