Undrast viðbrögð við dómi

For­svars­menn Bænda­sam­taka  Íslands og Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda undr­ast fálm­kennd og ómark­viss viðbrögð stjórn­valda og fjár­mála­fyr­ir­tækja við skýr­um dómi Hæsta­rétt­ar um ólög­mæti geng­is­tryggðra lána. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Sam­tök­in skora á öll fjár­mála­fyr­ir­tæki að hlíta af­drátt­ar­lausri niður­stöðu Hæsta­rétt­ar og grípa til aðgerða þegar í stað og færa höfuðstól geng­is­tryggðra lána til þeirr­ar upp­hæðar sem tek­in var að láni og end­ur­greiða lán­tök­um að teknu til­liti til samn­ings­vaxta. Jafn­framt krefjast sam­tök­in þess í yf­ir­lýs­ing­unni að all­ar inn­heimtuaðgerðir verði stöðvaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert