40.000 króna atvinnuauglýsing

Birkir Fannar lagði mikið í atvinnuauglýsinguna sína
Birkir Fannar lagði mikið í atvinnuauglýsinguna sína

Birkir Fannar Einarsson, atvinnulaus en ráðagóður ungur maður, er búinn að fá 8 atvinnutilboð í dag, eftir að hann setti upp síðu þar sem hann segir stuttlega frá sjálfum sér og hvernig vinnu hann sé að leita að og auglýsir símanúmerið sitt.

Birkir Fannar Einarsson var orðinn leiður á að fá lítil eða engin svör frá fyrirtækjunum þar sem hann sótti um vinnu. „Fyrirtæki svara manni yfirleitt ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sérstakt svo þau færu að eltast við mig en ekki öfugt.“

Birkir er 23 ára og hefur verið að leita sér að vinnu í u.þ.b. mánuð. Hann er með stúdentspróf og hefur starfað til sjós og við sölumennsku en er tilbúinn að takast á við hvað sem er og langar að fá vinnu við eitthvað spennandi og skapandi.

Hann leigði sjónvarpstökuvél, „green-screen“ tjald og fékk aðstöðu í verksmiðju til að taka auglýsinguna upp. Heildarkostnaður var í kringum 40.000 krónur.

Aðspurður hvort ekki væri betra að spara peningana og nota bara smáauglýsingarnar og ráðningastofur eins og aðrir segir Birkir „Það eru átján þúsund manns atvinnulausir,  ég held að maður verði að gera eitthvað sem stendur upp úr.“

Atvinnuauglýsingu Birkis má finna á slóðinni www.vantarvinnu.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert