Í maí voru 95 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 67 fyrirtæki í maí 2009, en það jafngildir tæplega 42% fjölgun milli ára. Eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu fimm mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 453 sem er tæplega 10%
Í maí 2010 var 161 nýtt einkahlutafélag (ehf) skráð samanborið við 206 einkahlutafélög í maí 2009. Það jafngildir tæplega 22% fækkun milli ára. Einnig voru skráð 18 samlagsfélög (slf) í maí.
Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er því 749 fyrstu fimm mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um tæplega 45% frá sama tímabili árið 2009 þegar 1.085 ný einkahlutafélög voru skráð, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.
Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í fasteignaviðskipti en flest samlagsfélög voru skráð í heilbrigðis- og félagsþjónustu.