95 fyrirtæki í þrot

Flest gjaldþrot verða í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um þessar mundir.
Flest gjaldþrot verða í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um þessar mundir. Kristján Kristjánsson

Í maí voru 95 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta sam­an­borið við 67 fyr­ir­tæki í maí 2009, en það jafn­gild­ir tæp­lega 42% fjölg­un milli ára. Eft­ir at­vinnu­grein­um voru flest gjaldþrot í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð. Fyrstu fimm mánuði árs­ins 2010 er fjöldi gjaldþrota 453 sem er tæp­lega 10%

Í maí 2010 var 161 nýtt einka­hluta­fé­lag (ehf) skráð sam­an­borið við 206 einka­hluta­fé­lög í maí 2009. Það jafn­gild­ir tæp­lega 22% fækk­un milli ára. Einnig voru skráð 18 sam­lags­fé­lög (slf) í maí.

Heild­ar­fjöldi ný­skráðra einka­hluta­fé­laga er því 749 fyrstu fimm mánuði árs­ins og hef­ur ný­skrán­ing­um fækkað um tæp­lega 45% frá sama tíma­bili árið 2009 þegar 1.085 ný einka­hluta­fé­lög voru skráð, sam­kvæmt frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Eft­ir bálk­um at­vinnu­greina voru flest einka­hluta­fé­lög skráð í fast­eignaviðskipti en flest sam­lags­fé­lög voru skráð í heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert