Börnin sækja í sund

Mik­il aukn­ing hef­ur orðið á aðsókn grunn­skóla­barna í sund í Reykja­nes­bæ. Þau hreyfa sig meira í fram­haldi af því að tek­in var ákvörðun um það fyr­ir fjór­um árum að gefa þeim frítt í sund.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Reykja­nes­bæ að með ákvörðun­inni hafi bæj­ar­yf­ir­völd viljað auka hreyf­ingu ungra barna og auka sam­veru­stund­ir fjöl­skyld­unn­ar. Bent er á að ný­leg­ar rann­sókn­ir höfðu sýnt að grunn­skóla­börn á Íslandi væru að þyngj­ast m.a. vegna hreyf­ing­ar­leys­is.

„Reykja­nes­bær var fyrst sveit­ar­fé­laga til þess að taka upp þessa nýj­ung og þykir hún hafa skilað mikl­um ár­angri án þess að tekju­skerðing mann­virkja hafi verið eins mik­il og ætla mætti enda hef­ur gesta­fjöldi auk­ist mikið í kjöl­farið.

Fjöldi barna í sundi jókst að meðaltali um 10.175 heim­sókn­ir á ári 2006 - 2009 og aðsókn full­orðinna jókst að meðaltali um 8.777 heim­sókn­ir á ári á sama tíma. Hlut­fall barna á þess­um tíma sem ekki æfðu íþrótt­ir var 45% og eru börn á aldr­in­um 8 - 12 ára dug­leg­ust að mæta í sund.

Þetta kem­ur fram í loka­rit­gerð Þór­unn­ar Magnús­dótt­ur til B.s. gráðu í íþrótta­fræðum við Há­skóla ís­lands þar sem kannað var m.a. hvort að þessi niður­fell­ing á gjaldi hefði aukið hreyf­ingu barna og þá jafn­framt þeirra sem ekki stunda íþrótt­ir í frí­stund­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­nes­bæ.

Sjá nán­ar á vef bæj­ar­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert